KLASSÍSKA TRÍÓIÐ
11 NÆTUR/12 DAGAR MYKONOS, NAXOS og SANTORINI
Dagur 1 - koma og transfer á hótel í Aþenu þar sem gist er fyrstu nóttina
Dagur 2 - snemma morguns er náð í ykkur á hótelið og farið með ykkur niður á höfn þar sem þið stígið á skip sem flytur ykkur til eyjunnar Mykonos. Siglingin tekur ca. 4 klt. Þegar þangað er komið er náð í ykkur niður á höfn og farið með ykkur á hótel þar sem þið dveljið næstu 2 nætur.(Dagar 2 og 3)
Eftir 2 skemmtilega daga á Mykonos verður haldið eyjunnar Naxos. Náð er í ykkur á hótelið ykkar og farið með ykkur niður á höfn þar sem þið stígið á skip sem siglir með ykkur til Naxos. Þegar þangað er komið er náð í ykkur niður á höfn og farið með ykkur á hótel þar sem þið dveljið næstu 3 nætur.(Dagar 4,5 og 6)
NAXOS er ein af eyjunum í svokölluðum hringeyjaklasa í miðju Eyjahafinu. Naxos á sér langa sögu, en þar settust Krtítverjar að fyrstir manna og það er kannski þess vegna sem eyjan minnir um margt á Krít. Eitt helsta dæmið um um forna frægð eyjunnar er stór og mikill hurðarkarmur úr turmarmara sem stendur við insiglinguna, það eina sem eftir er af hofi Appollós frá 6. öld f.kr. Yfir bænum gnæfir einnig virki frá tímum Feneyjamanna og í virkishverfinu eru sjarmerandi mjó bogagöng og litlir inngarðar sem hýsa verslanir og veitingastaði.
NAXOS er ein af eyjunum í svokölluðum hringeyjaklasa í miðju Eyjahafinu. Naxos á sér langa sögu, en þar settust Krtítverjar að fyrstir manna og það er kannski þess vegna sem eyjan minnir um margt á Krít. Eitt helsta dæmið um um forna frægð eyjunnar er stór og mikill hurðarkarmur úr turmarmara sem stendur við insiglinguna, það eina sem eftir er af hofi Appollós frá 6. öld f.kr. Yfir bænum gnæfir einnig virki frá tímum Feneyjamanna og í virkishverfinu eru sjarmerandi mjó bogagöng og litlir inngarðar sem hýsa verslanir og veitingastaði.
Stutt er á fallega strönd er í næsta nágrenni við bæinn og dásamleg lífsreynsla er að leigja bíl eða fara með rútu upp í sveitaþorp eyjarinnar þar sem er eins og lífið hafi staðið í stað í áratugi. Naxos er fræg fyrir hlýtt viðhorf og frábæra gestrisni íbúanna sem taldir eru matreiða besta mat í Grikklandi. Frá Naxos er einnig hægt að fara í dagsferðir til eyjanna í kring, þ.á.m. Mykonos og Santorini. Svona dagsferðir eru einmitt inni í ferðaáætuninni hjá okkur.
Næst á dagskrá er stórkostlega Santorini. Farið er með ykkur að höfninni á Naxos þar sem þið stígið á skip sem flytur ykkur til Santorini. Þegar þangað er komið er náð í ykkur niður á höfn og farið með ykkur á hótel þar sem þið dveljið næstu 3 nætur. (Dagar 7, 8 og 9)
SANTORINI er eyja sem löngum hefur verið kölluð hin fegursta í heimi. Eyjan eins og hún er í dag myndaðist í miklu sprengigosi árið 1628 f.kr., þegar helmingur eyjarinnar sökk í sæ og myndaði gíg sem er með þeim stærstu sem af er vitað. Innsiglinginn í gegnum gíginn er ógleymanleg því útsýnið upp á land er stórfenglegt þar sem tveir stærstu bæjirnir hanga utan í gígbarminum. Eyjan er fræg fyrir stórkostlegt landslag, forna sögu, þ.á.m. bæinn Akrótiri sem hvarf undir ösku í sprengigosinu mikla, og hellahúsin sem byggð eru inn í klettinn og virðast oft hanga í lausu lofti.
Á Santorini er dvalið í 3 nætur og það er um að gera að rölta um bæjina tvo þar sem húsin eru eins og sykurmolar sem breiðast um klettinn og yfir gígbrúina. Stórkostlegt er að ganga á gígbrúninni frá höfuðstaðnum Fira yfir til listamannabæjarins Oia, en sú ganga tekur 2 - 3 klt. Myndefnin eru óendanleg og ógleymanlegt er að setjast niður á kaffihus eða veitingahús
á gígbrúninni og virða fyrir sér stórkostlegt útsýnið yfir gíginn.
Þá fer ferðinni að ljúka og þegar dvöl ykkar á Santorini tekur enda, er annaðhvort hægt að fara með skipi til Aþenu eða með flugi. Í Aþenu er síðan tekið á móti ykkur og farið með ykkur á hótel í miðborginni. Næsta dag verður farið í skoðunarferð um Aþenu, en í eftirmiðdaginn er ykkur frjálst að skoða borgina upp á eigin spýtur.

AÞENA höfuðborg Grikklands er borg andstæðnanna. Annars vegar er borgin vestræn nútímaborg, en hins vegar minnir hún á lítið þorp þar sem mjóar götur og aldagömul hús keppast við að ná athygli vegfarandans. Saga borgarinnar nær aftur um þúsundir ára, eins og hin fögru hof uppi á Akrópólishæð bera vitni um. Fallegar nýklassískar byggingar eru einnig áberandi í borginni og þar er helst að nefna gömlu konungshöllina, fornminjasafnið, háskólabyggingarnar og Zappeion sýningarhöllina. Ekki má gleyma marmaraleikvangnum Kallimarmaro sem reistur var fyrir fyrstu ólympíuleika nútímans.

Dagur 12 - transfer út á flugvöll og brottför
DREYMIR ÞIG Í BLÁU OG HVÍTU?
11 NÆTUR/12 DAGAR SIFNOS OG FOLEGANDROS
Dagur 1 - koma og transfer á hótel í miðborg Aþenu
Dagur 2 - snemma morguns er náð í ykkur á hótelið ykkar og farið með ykkur niður á höfnina í Pireus þar sem þið stígið á skip sem flytur ykkur til eyjunnar Sifnos þar sem þið gistið næstu 4 nætur.(Dagar 2, 3 4 og 5)
SIFNOS er ein af Hringeyjunum. Til forna var eyjan ein af hinum ríkustu í Eyjahafinu vegna gull, silfur og blýnámanna sem þar voru. Í dag er Sifnos friðæl og falleg eyja með hvítum og bláum þorpum, vinsæl hjá siglingaköppum og ferðamönnum sem eru í leit að friði og ró. Þorpin Artemonas og Kastro eru byggð í sjarmerandi sykurmolastíl Hringeyjanna og á kvöldin lifnar höfuðstaðurinn Appolonia til lífsins með kaffistöðum, börum og veitingastöðum sem bjóða upp á gómsæta sérétti eyjarinnar. Sifnos er einnig vinsæl brúðkaupseyja og Grikkir jafnt sem útlendingar kjósa að gifta sig í einni af hinum 360 kirkjum eyjarinnar. Þar er kirkja hinna sjö píslarvotta á myndinni hér fyrir neðan sérlega vinsæl.
Þegar dvöl ykkar á Sifnos lýkur verður náð i ykkur á hótelið ykkar og farið með ykkur niður á höfn þar sem þið stígið á skip sem flytur ykkur til Folegandros. Þegar þangað er komið er náð í ykkur niður á höfn og farið með ykkur á hótel þar sem þið gistið næstu 4 nætur.(Dagar 6, 7, 8 og 9)
FOLEGANDROS er hefðbundin grísk eyja þar sem íbúarnir halda upp á forna siði og venjur. Maturinn er einfaldur, grískur, upprunalegur og sérlega góður. Bærinn hefur oft verið valinn af hinum ýmsu ferðablöðum sem einn af fallegustu litlu bæjum í Evrópu. Á Folegandros er hægt að virða fyrir sér í rólegheitum húsin sem eru kölkuð skjannahvít í hinum klassíska Hringeyjabyggingarstíl og eru skreytt litríkum blómum. Strendurnar eru fámennar og sjórinn tekur öll litbrigði hins bláa lits.
Eftir 3 daga á þessari einstöku eyju er kominn tími á að snúa aftur til meginlandsins. Náð er í ykkur á hótelið ykkar og farið með ykkur að höfninni þar sem þið stígið á skip sem flytur ykkur til Aþenu. Í Aþenu er tekið á móti ykkur og farið með ykkur á
hótel í miðborginni þar sem þið dveljið síðustu 2 næturnar.(Dagar 10 og 11)
hótel í miðborginni þar sem þið dveljið síðustu 2 næturnar.(Dagar 10 og 11)
AÞENA höfuðborg Grikklands er borg andstæðnanna. Annars vegar er borgin vestræn nútímaborg, en hins vegar minnir hún á lítið þorp þar sem mjóar götur og aldagömul hús keppast við að ná athygli vegfarandans. Saga borgarinnar nær aftur um þúsundir ára, eins og hin fögru hof uppi á Akrópólishæð bera vitni um. Fallegar nýklassískar byggingar eru einnig áberandi í borginni og þar er helst að nefna gömlu konungshöllina, fornminjasafnið, háskólabyggingarnar og Zappeion sýningarhöllina. Ekki má gleyma marmaraleikvangnum Kallimarmaro sem reistur var fyrir fyrstu ólympíuleika nútímans.
Elsta hverfið í Aþenu liggur í hæðinni fyrir neðan Akrópólis og ber heitið Plaka. Þar er alltaf mikið líf jafnt á degi sem nóttu. Á nýtískulegum eða hefðbundnum kaffihúsum, börum g veitingastöðum má finna allt það helsta sem borgin hefur upp á að bjóða í mat og drykk. Grísk hönnun og minjagripir eru áberandi í verslunum í gamla bænum og þar ættu allir að getað nælt sér í eitthvað sem hjartað girnist.
Dagur 12 - transfer út á flugvöll og brottför
Dagur 12 - transfer út á flugvöll og brottför
ÆVINTÝRAFERÐ Í JÓNAHAFI
11 NÆTUR/12 DAGAR AÞENA, PELÓPSSKAGINN OG ZAKYNÞOS
11 NÆTUR/12 DAGAR AÞENA, PELÓPSSKAGINN OG ZAKYNÞOS
Athugið að þessa ferð verður að fara með bílaleigubíl eða rútu (fyrir hópa)
Dagur 1 - koma og transfer á hótel í Aþenu þar sem gist er fyrstu 2 næturnar
AÞENA höfuðborg Grikklands er borg andstæðnanna. Annars vegar er borgin vestræn nútímaborg, en hins vegar minnir hún á lítið þorp þar sem mjóar götur og aldagömul hús keppast við að ná athygli vegfarandans. Saga borgarinnar nær aftur um þúsundir ára, eins og hin fögru hof uppi á Akrópólishæð bera vitni um. Fallegar nýklassískar byggingar eru einnig áberandi í borginni og þar er helst að nefna gömlu konungshöllina, fornminjasafnið, háskólabyggingarnar og Zappeion sýningarhöllina. Ekki má gleyma marmaraleikvangnum Kallimarmaro sem reistur var fyrir fyrstu ólympíuleika nútímans.
Dagur 2 - skoðunarferð í Aþenu og frjáls dagur í eftirmiðdaginn.

NAFPLION er yndisleg borg við Argolisflóann sem hreykir sér af því að hafa verið valin fyrsta höfuðborg hins frjálsa Grikklands. Í bænum er sjarmerandi feneyskur bæjarkjarni og á hæðinni fyrir ofan bæinn gnæfa varnarveggir frá tímum Tyrkja. Upp á Palamides virkið eru 999 tröppur, en þegar upp er komið blasir við stórkostlegt útsýni yfir borgina og flóann. Mikinn svip á bæinn setur líka lítill kastali úti í sjó sem heitir Bourtsi og marglitu þríburablómin sem eru út um allt. Hér er gist í eina nótt.
ÓLYMPÍA er staðsett í Dal Guðanna eins og hann er kallaður og þar eru rústir helgasta staðarins í Grikklandi hinu forna þar sem Seifur var dýrkaður og íþróttaleikar haldnir honum til heiðurs. Ólympíuleikar voru haldnir fjórða hvert ár í yfir tíu aldir og endurreistir í Aþenu árið 1896. Hér er gist í eina nótt.

ZAKYNÞOS eða Zante eins og hún er oft kölluð, tilheyrir þyrpingu af eyjum sem bera nafnið Sjöeyjar (Eftanisa) og eru í Jónahafinu á milli Grikklands og Ítalíu. Eyjan er náttúrufalleg og gróðursæl og var þess vegna kölluð ,,Il fiore di Levante'' sem þýðir ,,Blóm austursins'' af Feneyjamönnum. Hún var bitbein hinna ýmsu borgríka og þjóða í gegnum tíðina, en á síðari hluta 19. aldarinnar sameinaðist hún Grikklandi. Hún er þekktust fyrir stórkostlega strönd sem kölluð er Skipbrotið, en fólk kemur alls
Það er um að gera að skoða þessa stórkostlegu strönd bæði af landi og af sjó og keyra um eyjuna til að njóta náttúrufegurðar hennar, gestrisni íbúanna og matarins sem er gómsæt blanda af grísku og ítölsku eldhúsi.
Dagur 9 - eftir dásamlega dvöl á þessari fallegu eyju skal haldið til baka til Aþenu. Aftur er siglt yfir til meginlandsins og keyrt aðra leið til baka yfir Pelópsskagann. Þegar til Aþenu er komið er bílnum skilað og gist verður næstu 3 nætur í höfuðborginni eða í strandbæ rétt fyrir utan borgina.
Dagur 10 - í dag eruð þið sótt snemma morguns á hótelið ykkar og farið með ykkur niður á höfn þar sem þið stígið á skip sem flytur ykkur til þriggja eyja í Saróníska flóanum, Egínu, Poros og Hydru. Þessi sigling er mjög vinsæl hjá heimamönnum jafnt sem ferðamönnum, því ekki þarf að fara langt til að komast í gríska eyjastemningu. Eyjarnar eru hver annari yndislegri, en Hydra stendur sér á parti, því þar eru engir bílar.
Dagur 11 - í dag er kjörið að skoða Aþenu á eigin vegum, njóta mannlífsins og markaðanna og ekki síst Plaka sem er
elsta hverfið í Aþenu og liggur í hæðinni fyrir neðan Akrópólis. Þar er alltaf mikið líf jafnt á degi sem nóttu. Á nýtískulegum eða hefðbundnum kaffihúsum, börum g veitingastöðum má finna allt það helsta sem borgin hefur upp á að bjóða í mat og drykk. Grísk hönnun og minjagripir eru áberandi í verslunum í gamla bænum og þar ættu allir að getað nælt sér í eitthvað sem hjartað girnist.
Dagur 12 - transfer út á flugvöll og brottför
Dagur 12 - transfer út á flugvöll og brottför